Hoppa yfir valmynd
12. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Námskeið um málsmeðferð réttarkerfisins í málum um kynferðisbrot gegn börnum

Á námskeiðinu var fræðsluefni um meðferð kynferðisbrota gegn börnum í réttarvörslukerfinu kynnt fyrir ofangreindum lykilaðilum í málaflokknum.

IMG_6940

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni (RÁS) efndu nýlega til sérstaks námskeiðs um málsmeðferð réttarkerfisins í málum um kynferðisbrot gegn börnum.

Námskeiðið var haldið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og var vel sótt, en þátttakendur komu  m.a. frá lögreglu, ríkissaksóknara, dómstólum, barnaverndarnefndum, Barnahúsi, Barnaspítalaog Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og réttargæslumenn.

 Á námskeiðinu var fræðsluefni um meðferð kynferðisbrota gegn börnum í réttarvörslukerfinu kynnt fyrir ofangreindum lykilaðilum í málaflokknum.

 Fræðsluefnið er unnið á vegum RÁS en samið af Hrefnu Friðriksdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Anni Haugen, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Á námskeiðinu gafst þátttakendum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, áherslum og athugasemdum, við meðferð þessara mála innan réttarkerfisins, sem höfundar munu geta nýtt sér við lokafrágang efnisins.

 Stefnt er að því að halda fleiri námskeið um fræðsluefnið þegar það liggur fyrir í endanlegri mynd. Markmið námskeiðanna er að skoða meðferð mála um kynferðisbrot gegn börnum og samvinnu allra þeirra mismunandi aðila innan réttarkerfisins sem koma að meðferð þessara mála. Lögð verður áhersla á gildandi löggjöf og þau meginsjónarmið sem ber að leggja til grundvallar við meðferð málanna. Fjallað verður um helstu ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu (Lanzarote-samningurinn) og leiðbeiningar Evrópuráðsins um barnvænlega réttarvörslu.


 Hér eru  svipmyndir af námskeiðinu.





Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum