Hoppa yfir valmynd
14. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

„Kennarar framtíðarinnar – fagstétt á krossgötum“

Í tilefni af formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni verður haldin ráðstefna 13.- 14. ágúst nk. um starfsþróun kennara. Skráning á ráðstefnuna  stendur yfir

„Kennarar framtíðarinnar – fagstétt á krossgötum“ (Future teachers – a Profession at Crossroads ).

Norræn ráðstefna í Reykjavík 13.-14. ágúst 2014

Ísland gegnir formennsku í norrænu ráðherranefndinni á yfirstandandi ári. Að því tilefni efnir mennta- og menningamálaráðuneytið og Fagráð um starfsþróun kennara til norrænnar ráðstefnu um starfsþróun kennara undir heitinu „Kennarar framtíðarinnar – fagstétt á krossgötum“ (Future teachers – a Profession at Crossroads) .

Markmiðið er að efla norrænt samstarf um faglega þróun kennara á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi faglegrar starfsþróunar í norrænu og alþjóðlegu samhengi og boðið verður upp á fyrirlestra,  málstofur og vinnustofur.

Helstu fyrirlesarar:

  • Andrew Hargreaves prófessor við Lynch School of Education, Boston College: “Professional Capital in Teaching. How to build it, invest in it and circulate it”

  • Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Háskóla Íslands, Menntavísindasviði: “Teacher Passion and Purpose: The Opportunities and Challenges in Education for Democratic Citizenship”

  • Pasi Sahlberg prófessor við Harvard Graduate School of Education: “True Facts and Tales about Teachers and Teaching: A Nordic Point of View”

Á vefsíðu ráðstefnunnar eru frekari upplýsingar og dagskrá ásamt eyðublaði til skráningar. 

Athugið skráning er hafin og ráðstefnugjald fyrir íslenska þátttakendur hækkar 20. maí nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum