Hoppa yfir valmynd
19. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntun til framtíðar

Árleg ráðstefna um norrænar rannsóknir á sviði menntamála haldin í Reykjavík

Undir fyrirsögninni „Education for tomorrow - Shaping the future of Nordic education“ stendur Nordforsk ásamt mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir árlegri ráðstefna í dag um norrænar rannsóknir á sviði menntamála. Á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna á þessu sviði og ræddir möguleikar á þátttöku í verkefnum í rannsókna- og þróunaráætlun Evrópusambandsins Horizon 2020.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði ráðstefnuna og lagði m.a. áherslu á að í menntamálum eigi að horfa til framtíðar, því þekking dagsins í dag getur verið úrelt á morgun. Þá greindi hann frá Biophila kennsluverkefninu og hvernig það getur nýst sem tæki til að þróa kennsluhætti framtíðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum