Hoppa yfir valmynd
6. júní 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla um stöðu íslensks táknmáls

Alþingi samþykkti lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls 7. júní 2011 og af því tilefni hefur málnefnd um íslenskt táknmál sent frá sér skýrslu um stöðu táknmálsins

Alþingi samþykkti lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls 7. júní 2011. Í þeim er m.a. kveðið á um að íslenska táknmálið sé fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Var það mikill sigur fyrir málsamfélag táknmálstalandi og er 7. júní því hátíðardagur í hugum margra. 

Í lögunum er kveðið á um að ríki og sveitarfélög skuli tryggja að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli. Þar segir einnig að ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á því að varðveita íslenskt táknmál, þróa það og stuðla að notkun þess. 

Af þessu tilefni hefur Málnefnd um íslenskt táknmál sent frá sér skýrslu um stöðu íslenska táknmálsins.

Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál um stöðu þess á táknmáli: http://www.youtube.com/watch?v=EiRkqCXVuc0&feature=youtu.be

Málnefnd um íslenskt táknmál skipa:

  • Valgerður Stefánsdóttir, formaður
  • Ari Páll Kristinsson, varaformaður
  • Heiðdís Dögg Eiríksdóttir
  • Hjördís Anna Haraldsdóttir
  • Rannveig Sverrisdóttir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum