Hoppa yfir valmynd
6. júní 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Arts & Audiences í Reykjavík

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences verður haldin í Hörpu 20. og 21. október næstkomandi.

Art-and-Audiences

Norræna ráðstefnan Arts & Audiences verður haldin í Hörpu 20. og 21. október næstkomandi. Ráðstefnur með þessu heiti hafa verið haldnar áður í Bergen, Stokkhólmi og Helsinki af Norsk publikumsutvikling í Noregi (http://norskpublikumsutvikling.no) og CKI (Center for Kunst og Interkultur http://kunstoginterkultur.dk) í Danmörku.  Ráðstefnan er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Tungumál Arts & Audiences ráðstefnanna er enska og yfirskriftin er „virkni og þátttaka áhorfenda og listræn samvinna“ (audience engagement and artistic collaboration) en í ár verður sjónum sérstaklega beint að stafrænum miðlunar- og sköpunarleiðum.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið sér um skipulagningu ráðstefnunnar hér á landi, í samstarfi við Norsk publikumsutvikling og CKI. Frá föstudeginum 6. júní verður hægt að skrá sig á ráðstefnuna og greiða lægra verð fyrir þátttökuna en ef skráning fer fram síðar. Verðið er tiltölulega lágt sökum stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar eða 100 evrur.
Hægt er að fylgjast með á facebook síðu ráðstefnunnar:
https://www.facebook.com/artsandaudiences og skrá sig á póstlista hér: http://artsandaudiences.com/newsletter/

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum