Hoppa yfir valmynd
25. júní 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mismunandi aðstæður barna á leikskólaaldri í Evrópu

Börn sem hafa gengið í leikskóla hafa forskot fram yfir önnur börn á seinni skólastigum

Leikskolaborn-heimsaekja-mennta--og-menningarmalaraduneytid
Leikskolaborn-heimsaekja-mennta--og-menningarmalaraduneytid

Nýlega var birt skýrslan „Key Data on Early Childhood Education and Care in Europe – 2014 Edition“, sem Eurydice og Eurostat gefa út. Í henni eru bornir saman möguleikar barna til skólagöngu á leikskólaaldri, löggjöf og aðrar stjórnvaldsaðgerðir í þágu þessa aldurshóps, áhrif skólagöngu á leikskólaaldri á námsárangur síðar og margt fleira. Víða er skólaganga á þessum aldri lögboðin en annars staðar ekki, þ.á m. á Íslandi. Þá er misjafnt hvort gefnar hafi verið út námsskrár fyrir leikskóla. Einnig kemur fram marktækur munur á árangri þeirra barna, sem gengið hafa í leikskóla og þeirra sem ekki nutu þess, í PIRLSS rannsókninni árið 2011. Einnig hefur verið birt athyglisverð grein um stöðu leikskólakennara í tveimur sveitarfélögum í kjölfar hruns í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

Helstu niðurstöður skýrslunnar

Skýrslan í heild







Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum