Hoppa yfir valmynd
30. júní 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Niðurstöður TALIS 2013 á unglingastigi kynntar

Hlutfall kennara yngri en 30 ára hefur lækkað mikið hér á landi og er nú rúm 6%. Fjölgað hefur í elsta aldursflokknum

Niðurstöður TALIS (Teaching and Learning International Survey) rannsóknarinnar voru birtar 25. júní af OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). TALIS er alþjóðleg rannsókn sem beinir sjónum að námsumhverfi og starfsaðstæðum kennara og skólastjóra í skólum. Þátttökulönd voru 34. Hér á landi tóku þátt kennarar á unglingastigi og framhaldsskólastigi og eru niðurstöður fyrir unglingastigið kynntar hér m.a.: oecd.org

Meðal helstu niðurstaðna má nefna að hlutfall kennara yngri en 30 ára hefur lækkað mikið hér á landi og er nú rúm 6% jafnframt því hefur fjölgað í elsta aldursflokknum. Hlutfall kvenna hefur hækkað frá 2008 hér á landi eins og annars staðar og eru konur nú 71,3% kennara á unglingastigi, sem er örlítið hærra en meðaltal skv. TALIS rannsókninni en þar var það 68,1%. Sjá nánar:

Námsmatsstofnun: Niðurstöður TALIS 2013

Íslensk skýrsla með niðurstöður á unglingastigi


Samantekt í niðurstöðum íslensku skýrslunnar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum