Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttekt á starfsemi Kvennaskólans í Reykjavík

Skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi Kvennaskólans í Reykjavík hefur verið birt. Úttektin var gerð af Attentus ehf. fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi Kvennaskólans í Reykjavík hefur verið birt. Úttektin var gerð af Attentus ehf. fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti. Í niðurstöðum skýrsluhöfunda kemur m.a. fram að helstu styrkleikar skólans eru jákvæður skólabragur og umhyggja, vel menntaðir og faglega sjálfstæðir kennarar, skipulag sem sameinar kosti bekkjakerfis og áfangakerfis, fagleg vinnubrögð við útfærslu aðalnámskrár, ánægja og traust til kennara og stjórnenda, og stolt nemenda og starfsmanna með skólann. Skýrsluhöfundar leggja til ýmsar úrbætur sem teknar eru saman í lok skýrslunnar.

Í nóvember 2013 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Árnýju Elíasdóttur og Ástu Þorleifsdóttur og Sveinborgu Hafliðadóttur hjá Attentus ehf. að gera úttekt á starfsemi  Kvennaskólans í Reykjavík. Úttektin er gerð á grundvelli 42. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 og erindisbréfs ráðuneytisins til úttektaraðila. Markmið úttektarinnar var að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá og veita almennt upplýsingar um starfsemina. Lagt var mat á stjórnun og rekstur, skólanámskrá, nám og kennslu, innra mat, skólabrag og samskipti, samstarf við foreldra og kanna hvort innra mats skólans mætir ákvæðum aðalnámskrár og þörfum skólans. Úttektaraðilum var sérstaklega ætlað að meta þróunarverkefni skólans sem fram fór á tímabilinu 2008 – 2010 sem laut að því að aðlaga skólanámskrá að nýjum lögum um framhaldsskóla, ennfremur að meta innleiðingu skólans á aðalnámskrá frá 2011.

Úttekt á starfsemi Kvennaskólans í Reykjavík

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum