Hoppa yfir valmynd
1. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norræn ráðstefna: Kynferðisofbeldi gegn börnum

Þekktir sérfræðingar frá öllum Norðurlandaþjóðunum flytja erindi á norrænni ráðstefnu á í Reykjavík 2. september þar sem fjallað verður um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vef velferðarráðuneytisins.

Fánar Norðurlanda
Fánar Norðurlanda

Þekktir sérfræðingar frá öllum Norðurlandaþjóðunum flytja erindi á norrænni ráðstefnu á í Reykjavík 2. september þar sem fjallað verður um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vef velferðarráðuneytisins.

Ráðstefnan er liður í viðburðaröð velferðarráðuneytisins á sviði félags- og heilbrigðismála vegna formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Ein af áherslum Íslands felst í samræðum og samstarfi Norðurlandaþjóðanna um leiðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum í framtíðinni. Á ráðstefnunni verður skoðað hvernig þjóðirnar hafa fylgt eftir ákvæðum Lanzarote sáttmálans og hvernig  nýta megi norrænt samstarf enn betur til efla forvarnir gegn þessari ógn.

Dagskrá ráðstefnunnar er afar áhugaverð, enda verður ekki aðeins fjallað almennt um stöðu þessara mála á Norðurlöndunum, heldur einnig um tiltekin afmörkuð verkefni sem sum hver fela í sér nýmæli. Þar má til dæmis nefna sænsku hjálparlínuna sem vakið hefur mikla athygli en hún hefur fyrirbyggjandi markmið og er ætluð þeim sem hafa gerst brotlegir gegn börnum eða finna hjá sér slíkar hvatir.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá ráðstefnunni á vef velferðarráðuneytisins. Slóð að streymi útsendingarinnar verður aðgengileg á vef ráðuneytisins fyrir setningu hennar kl. 8:30 þriðjudaginn 2. september.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum