Hoppa yfir valmynd
3. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umsækjendur um stöðu þjóðleikhússtjóra

Tíu umsóknir bárust um stöðuna, frá þremur konum og sjö körlum

Umsóknarfrestur um embætti þjóðleikhússtjóra rann út 1. september 2014. Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust tíu umsóknir um stöðuna, frá þremur konum og sjö körlum. Umsækjendur eru:

Ari Matthíasson,
Halldór Einarsson Laxness,
Hávar Sigurjónsson,
Hilmar Jónsson,
Marta Nordal,
Melkorka Telka Ólafsdóttir,
Ragnheiður Skúladóttir,
Reynir Freyr Reynisson,
Rúnar Guðbrandsson og
Trausti Ólafsson.

Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára, frá 1. janúar 2015.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum