Hoppa yfir valmynd
5. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Brottfall úr framhaldsskólum

Hagstofan hefur greint brottfall úr framhaldsskólum og er miðað við nemendur sem innrituðust í skóla haustið 2004 og hver staða þeirra er fjórum, sex og sjö árum síðar.

Framhaldsskólanemendur
Dagur-isl.-tungu-2012-078

Hagstofan hefur greint brottfall úr framhaldsskólum og er miðað við nemendur sem innrituðust í skóla haustið 2004 og hver staða þeirra er fjórum, sex og sjö árum síðar. Í frétt frá Hagstofunni segir: Haustið 2004 hófu 4.830 nemar nám í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum síðar, árið 2008, höfðu 45% nýnemanna verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Þá höfðu tæp 28% nýnemanna hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé og sama hlutfall var enn í námi án þess að hafa brautskráðst.

Fleiri ljúka námi í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Þannig höfðu 49% þeirra nýnema, sem hófu nám í skólum á höfuðborgarsvæðinu haustið 2004 lokið námi árið 2008 en 37% þeirra sem hófu nám í skólum utan höfuðborgarsvæðisins. Fjórðungur nýnema á höfuðborgarsvæðinu hafði hætt námi án þess að útskrifast en tæpur þriðjungur nýnema í skólum utan höfuðborgarsvæðisins (sjá töflu).

Staða nýnema í dagskóla á framhaldsskólastigi árið 2004 fjórum, sex og sjö árum eftir innritun eftir staðsetningu skóla, %
      Fjöldi ára frá innritun    

Höfuðborgarsvæði Utan höfuðborgarsvæðis

4 ár 6 ár 7 ár 4 ár 6 ár 7 ár







Brautskráðir 49 62 65 37 51 55
Enn í námi 26 12 11 31 13 12
Brottfallnir 25 26 24 32 36 33
Alls 100 100 100 100 100 100

Sjá nánar á vef Hagstofunnar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum