Hoppa yfir valmynd
19. september 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aukinn sýnileiki og viðurkenning náms

Illugi Gunnarsson ávarpaði norræna ráðstefnu um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum

Illugi Gunnarsson í Hörpu
Illugi Gunnarsson í Hörpu

Norræn ráðstefna um aukinn sýnileika og viðurkenningu náms í formlega skólakerfinu,  í óformlegu námi og á vinnustöðum var haldin  í Hörpu 19. september 2014. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði gesti ráðstefnunnar, sem komu frá Norðurlöndum, Bretlandi og víðar að. Í ávarpi sínu greindi hann frá þeim viðfangsefnum og vandamálum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir og hvernig ráðgert er að mæta þeim. Í því sambandi kynnti hann áherslur í Hvítbók um menntun, sem hann hefur rætt við fólk um allt land að undanförnu.

Á ráðstefnunni var rætt um reynslu Norðurlandanna af innleiðingu hæfniramma.  Í kynningu á ráðstefnunni segir m.a.: „Ein mikilvægasta þróunin í menntakerfum Evrópu hin síðari ár er tilkoma þriggja hæfniramma um menntun, þ.e. hæfnirammi á landsvísu, Evrópski hæfniramminn (EQF - European Qualifications Framework), sem á m.a. að auðvelda mat á menntun milli landa og hæfnirammi fyrir æðri menntun og prógráður (EHEA Framework for higher education). Miklar væntingar eru bundnar við þróun og innleiðingu þeirra.

Hæfnirammarnir byggjast á hæfniviðmiðum (learning outcomes) sem ætlað er að auka gagnsæi innan menntakerfisins og styrkja tengsl milli menntunar og vinnumarkaðar fyrir allar gerðir námsloka innan formlega menntakerfisins. Þá er þeim ætlað að opna ný tækifæri fyrir viðurkenningu óformlegs og óformaðs náms og styrkja raunfærnimat“.

Sjá einnig

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum