Hoppa yfir valmynd
23. október 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Viljayfirlýsing um samstarf á sviði menningarmála við Kína

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og aðstoðarráðherra menningarmála í Kína undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf á sviði menningarmála

Undirritun viljayfirlýsingar um menningarmál Ísland Kína
Undirritun viljayfirlýsingar um menningarmál Ísland Kína

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og aðstoðarráðherra menningarmála í Kína undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu um samstarf á sviði menningarmála (e. memorandum of understanding).

Viljayfirlýsing um menningarsamskipti Íslands og Kína 2Í upphafi yfirlýsingarinnar er getið um vilja til að efla enn frekar vinsamlega samvinnu milli Kína og Íslands á sviði menningarmála og efla gagnkvæman skilning og vináttu milli þjóðanna tveggja, í samræmi við menningarsamning milli ríkisstjórnar Alþýðulýðveldisins Kína og ríkisstjórnar Íslands, sem undirritaður var 27. nóvember 1994 í Beijing.

Í samningnum er kveðið á um menningu og listir, kvikmyndir, sjónvarpsefni, fjölmiðla og söfn. Samkomulag er um að hvetja til aukinna samskipta stofnana, listafólks og fleiri aðila auk þess sem hvatt er til þess að stjórnvöld stuðli að meiri menningarsamskiptum og samtali um menningarmál.

Viljayfirlýsing

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum