Hoppa yfir valmynd
29. október 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntun og jafnrétti rædd á Norðurlandaráðsþingi

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra stýrði málþingi um helstu viðfangsefni á sviði jafnréttismála og menntunar

Stokkhólmur
Stokkholmur

Hvernig gengur með jafnréttismáliní skólum á Norðurlöndunum? Hvernig getur norræna samstarfið stuðlað að auknu jafnrétti í skólastarfi? Á þessu ári eru 40 ár síðan starf Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði jafnréttismála hófst, þar á meðal um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í menntageiranum. Í tengslum við Norðurlandaráðsþingið, sem nú stendur yfir í Stokkhólmi, var í dag haldið málþing um helstu viðfangsefni á sviði jafnréttismála og menntunar, sem Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra stýrði.


Málþing um menntun og jafnréttismál í Stokkhólmi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum