Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk haustið 2015

Tilgangur samræmdra könnunarprófa í grunnskólum er m.a. að athuga að hvaða marki hæfniviðmiðum aðalnámskrár í viðkomandi námsgrein eða námsþáttum hafi verið náð

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 segir að leggja skuli samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði fyrir alla nemendur í 4. og 7. bekk grunnskóla. Jafnframt er kveðið á um að nemendur 10. bekkjar skuli á fyrri hluta skólaársins þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði. Tilgangur samræmdra könnunarprófa í grunnskólum er m.a. að athuga að hvaða marki hæfniviðmiðum aðalnámskrár í viðkomandi námsgrein eða námsþáttum hafi verið náð, vera leiðbeinandi um áherslur í kennslu fyrir einstaka nemendur og veita nemendum, foreldrum og skólum upplýsingar um námsárangur og námsstöðu nemenda.

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk haustið 2015 verða sem hér segir:

10. bekkur

Íslenska                       mánudagur       21. september           

Enska                           þriðjudagur      22. september           

Stærðfræði                   miðvikudagur  23. september                         

4. og 7. bekkur

Íslenska                       fimmtudagur    24. september                                  

Stærðfræði                   föstudagur       25. september                                                 

Ákvörðun um prófdaga samræmdra könnunarprófa haustið 2015 var tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna. Sjá einnig reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa.

 Samræmd könnunarpróf hefjast klukkan 9:00 að morgni og gert er ráð fyrir að þau raski sem allra minnst venjulegu skólahaldi. Próftími er breytilegur eftir aldri nemenda, tvær 60 mínútna lotur í 4. bekk, tvær 70 mínútna lotur í 7. bekk og 3 klukkustundir í 10. bekk. Nánari upplýsingar um prófin verða að finna á vef Námsmatsstofnunar þegar nær líður prófunum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum