Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Útdrættir úr Eurydice skýrslum á íslensku

Um er að ræða skýrslur um fjármögnun skóla, nútímavæðingu háskólamenntunar og samanburðarrannsókn um kennslutíma í skyldunámi í Evrópu.

Í inngangi samantektar um skýrsluna „Fjármögnun skóla í Evrópu: Fyrirkomulag, aðferðir og viðmið í opinberum fjárveitingum“ segir: „Í mörg ár hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins beðið aðildarríkin um að vernda eða auka langtímafjárfestingu í menntun. Enn fremur hefur virk og réttlát úthlutun fjármagns verið ofarlega í stefnuskránni. Við núverandi efnahagsaðstæður virðast þessi viðfangsefni eiga meira við en nokkru sinni. Þessi tímabæra skýrsla býður upp á grundvöll til að ræða annað viðfangsefnið, þ.e. virka og réttláta úthlutun fjármagns. Hér er litið á skipulag fjármögnunar, sem og viðmið og aðferðir sem notaðar eru þegar áætla þarf hve miklu fjármagni skal ráðstafað í grunn- og framhaldsskólamenntun. Skýrslan tekur fyrir 27 af 28 aðildarríkjum og einnig Ísland, Liechtenstein, Noreg og Tyrkland“.

Í skýrslunni „Nútímavæðing háskólamenntunar í Evrópu: Aðgengi, aðgerðir gegn brotthvarfi og atvinnumöguleikar“ eru aðgerðir gegn brotthvarfi og atvinnumöguleikar bornir saman við stefnumótun og framkvæmd þriggja markmiða um háskólamenntun:

  • Aðgengi:Skilningur á framboði á háskólamenntun, námskröfur til að geta innritast og innritunarferli;
  • Aðgerðir gegn brotthvarfi: Námsframvinda ásamt stuðningi sem stendur til boða þegar vandamál koma upp;
  • Atvinnumöguleikar: Aðgerðir til að styðja nemanda sem lýkur háskólanámi til að komast inn á vinnumarkaðinn.

Í þriðju skýrslunni segir í inngangi: Í þessari stuttu samanburðarrannsókn eru þrír vísar lagðir til grundvallar. Miðað við dæmigert skólaár sýnir fyrsti vísirinn lágmarkskennslutíma í klukkustundum fyrir nám samkvæmt aðalnámskrá. Annar vísirinn sýnir kennslutíma sem varið er í lestur, skrift og bókmenntir; stærðfræði; náttúrufræði og erlend tungumál sem skyldugreinar á barnaskólastigi. Þriðji vísirinn sýnir kennslutíma sem varið er í sömu greinar í skyldunámi á unglingastigi. Allir vísarnir þrír vísa einungis í almenna menntun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum