Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Flutningur verkefna til Námsgagnastofnunar

Námsgagnastofnun hefur tekið við umsýslu um fagráð eineltismála í grunnskólum og undanþágunefnd grunnskóla.

Fagráð eineltismála í grunnskólum:

Mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þann 10. mars 2012 verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum. Í fagráðinu sitja: Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Páll Ólafsson  félagsráðgjafi og Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. Í framangreindri reglugerð segir svo í 7. gr. „Foreldrar eða skólar geta óskað eftir aðstoð sérstaks fagráðs, sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis, ef ekki tekst að finna viðundandi lausn innan skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðkomu sérfræðiþjónustu ...”. Með fagráðinu starfar Guðrún Birna Jóhannsdóttir, verkefnastjóri sem sér um alla umsýslu ráðsins, netfang: [email protected]

Undanþágunefnd grunnskóla:

Undanþágunefnd grunnskóla metur umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann, sem ekki hefur leyfi mennta- og meningarmálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari og til að starfa sem slíkur hér á landi við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla sbr. 1. gr. laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Formaður og starfsmaður undanþágunefndar grunnskóla er Erla Ósk Guðjónsdóttir, netfang: [email protected]

Námsgagnastofnun

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum