Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Opnunarhátíð Alþjóðlegs árs ljóssins

Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2015 Alþjóðlegt ár ljóssins. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp á opnunarhátíð í Háskóla Íslands í gær.

AI?r-ljoI?ssins-poster-fleiri2

Dagskrá árs ljóssins á Íslandi hófst formlega 27. janúar með opnunarhátíð í Hátíðasal Háskóla Íslands. Mennta - og menningarmálaráðherra og utanríkisráðherra tóku til máls auk Árna Snævarr fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Nemendur Alþjóðaskólans á Íslandi sungu og sýndu verk sem tengist ljósinu og kynnt var ljósleiðarahljóðfæri sem verið hefur í þróun. Þá var farið yfir helstu viðburði á árinu.

Opnun Ár ljóssins Illugi Gunnarsson

Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2015 Alþjóðlegt ár ljóssins. Á árinu verður ýmissa merkisviðburða í sögu vísindanna minnst. Haldið verður upp á ár ljóssins út um allan heim af þessu tilefni. Vísindi og tækni sem fást við ljós, gegna lykilhlutverki í framþróun mannkynsins og í alþjóðlegri leit að lausnum á vandamálum í framfærslu og heilsugæslu manna. Í grunnrannsóknum allt frá öreindafræði til heimsfræði færir ljósið okkur myndir af ásýnd alheimsins og rannsóknir á eðli þess hafa leitt til byltinga á fjölmörgum sviðum vísinda og verkfræði. Ljósið sameinar allt mannlegt og hefur alla tíð verið yrkis- og rannsóknarefni myndlistar, tónlistar, bókmennta og heimspeki.

Hér á landi vinna fjölmargir aðilar saman að ótal uppákomum og viðburðum sem tengjast árinu, þar á meðal Háskóli Íslands, og hefur undirbúningur fyrir árið staðið yfir í all nokkurn tíma. Verndari árs ljóssins á Íslandi er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum