Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um stöðu og framtíð þjóðarlistasafnsins

Mennta- og menningarmálaráðherra tók þátt í málþingi í Listasafn Íslands

listasafn_islands-1

Listasafn Íslands efndi til málþings um stöðu og framtíð þjóðarlistasafnsins en það fagnar 130 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Á málþinginu var rætt um stöðu safnsins í fortíð og nútíð auk þess að rætt var um hlutverk þess, menningarsögulega ábyrgð, möguleika og sýn til framtíðar. Einnig var fjallað um lagalegar skyldur safnsins í ljósi núverandi fjárhagsstöðu þess, stöðugilda og húsakosts auk þess að velt var upp hvaða möguleikar eru á eflingu safnsins. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti inngangserindi auk þess að taka þátt í pallborðsumræðum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum