Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík 2015

Nysveinahatid-2015

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hélt árlega verðlaunahátíð sína laugardaginn 31. janúar sl. í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur til heiðurs nýsveinum sem luku burtfararprófi í iðngreinum með afburðaárangri árið 2014. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði gesti og sagði m.a.: „Í ráðuneyti mínu hefur að undanförnu verið unnið að tillögum um umbætur í starfsnámi á grundvelli Hvítbókar sem kom út á seinasta ári. Ég skipaði sérstakan verkefnishóp til þess að móta tillögur um aðgerðir til þess að bæta framkvæmd starfsnáms, auka aðdráttarafl þess, gera það skilvirkara og móta tillögur um leiðir til þess að fjölga þeim nemendum sem velja sér starfsnám. Verkefnishópurinn hefur skilað af sér tillögu að aðgerðaráætlun sem byggist á þessum markmiðum. Ég er þakklátur öllum þeim aðilum, frá samtökum á vinnumarkaði, skólum, félagasamtökum og fleirum, sem hafa léð þessari vinnu krafta sína, en það er mikilvægt að samstaða skapist um þær aðgerðir sem ráðist verður í og um þá vegferð sem við viljum hefja.

Ég vænti þess að þegar á þessu ári sjái þess stað að vilji sé til að bretta upp ermar og taka viðfangsefnið nýjum tökum. Við munum áfram leita til ýmissa hagaðila um liðsinni við að koma á umbótum í starfsmenntakerfinu til þess að efla námið og auka gæði þess. Hér verður mér ekki síst hugsað til fyrirtækja í landinu sem leika lykilhlutverk þar sem þau gefa ungu fólki tækifæri til þjálfunar við raunverulegar aðstæður á vinnustað. Þennan þátt starfsnámsins viljum við gjarnan sjá vaxa og dafna“.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum