Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðstefna um framtíð háskóla í Borgarbyggð

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti áform um að skipa starfshóp til að athuga hugsanlega sameiningu eða samstarf  háskólanna þriggja í Norðvesturkjördæmi

Fundur-um-framtid-haskola-i-NV

Háskólarnir í Borgarbyggð, í samstarfi við Snorrastofu, Framfarafélag Borgfirðinga og sveitarstjórn, héldu ráðstefnu um framtíð háskóla í Borgarbyggð föstudaginn 30. janúar sl. í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fjallað var á breiðum grunni um framtíð háskóla í héraðinu og hvernig styrkja megi starfsemi þeirra. Á fundinum kom m.a. fram að mennta- og menningarmálaráðherra hefur áform um að skipa starfshóp til að athuga hugsanlega sameiningu, eða samstarf,  háskólanna þriggja í Norðvesturkjördæmi, þ.e. Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Hólaskóla – Háskólans að Hólum.

 Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Illugi Gunnarsson: „Ég rak mig á það að menn treystu því ekki að starfsemin yrði áfram hér. Gott og vel, og ég hlýt að hlusta á það. Og ég kem því aftur hér til að ræða aðra möguleika til að fara í sókn með þær menntastofnanir sem eru hér á þessu svæði. Það er að segja í Norðvestur kjördæmi. Þetta eru litlir skólar. Þeir eru sérhæfðir um margt. Og ég held að það sé sóknarfæri fyrir þessa skóla. Á sviði landbúnaðar, á sviði ferðamennsku, matvælaþróunar, og svo framvegis. Og ég fann það að þessum hugmyndum var ágætlega tekið, já", sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum