Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur íslenska táknmálsins

Deginum er ætlað að vekja athygli á íslenska táknmálinu, stöðu þess og möguleikum.

Í tilefni af degi íslenska táknmálsins í dag 11. febrúar mun Málnefnd um íslenskt táknmál, í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Félag heyrnarlausra, standa fyrir menningar- og listviðburði í Tjarnarbíói.

Húsið opnar kl. 16:15 og dagskrá á sal hefst kl. 16:45 og stendur til 18:00. Gestum verður boðið upp á áframhaldandi skemmtun og léttar veitingar á kaffihúsi Tjarnarbíós að sýningu lokinni. Húsið verður opið til kl. 20:00.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum