Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsókn í Tækniskólann

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Tækniskólann og ræddi við stjórn og stjórnendur hans um framtíðarhorfur og fleira

Tækniskólinn heimsókn

Ráðherrann heimsótti Tækniskólann ásamt ráðuneytisstjóra og nokkrum starfsmönnum ráðuneytisins. Með í för var stjórn skólans, skólameistari og fleiri. Var greint frá ýmsum breytingum sem nú standa yfir í skólanum, sem miða að nútímalegri og betri kennsluháttum, jafnhliða skoðunarferð um húsnæði skólans á Skólavörðuholti. Að lokinni skoðunarferð átti ráðherra og fylgdarlið hans fund með stjórn og skólameistara um húsnæðismál skólans og fleira sem varðar framtíðaráform hans.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum