Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framtíðarsýn og skýrsla Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Vitundarvakningin-feb

Framtíðarsýn Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum birtist í skýrslu um starfsemina árin 2012 - 2014 sem kom út 12. febrúar 2015.


Skýrslan var afhent á umræðufundi með fjölda einstaklinga frá stofnunum og samtökum sem unnið hafa með verkefnisstjórn Vitundndarvakningar á undanförnum árum að fræðslu fyrir börn, fólk sem vinnur með börnum, almenning og réttarvörslukerfinu. Framtíðarsýnin og næstu skref í málaflokknum voru til umræðu ásamt samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi sem félags - og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu nýlega. Á fundinum lagði  Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra áherslu á mikilvægi málaflokksins og þakkaði þátttakendum fyrir framlag þeirra.

 Vitundarvakningin er samstarfsverkefni innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis. Hún var stofnuð til þriggja ára í byrjun 2012 en mun starfa áfram árið 2015 til að tryggja að verkefnum á hennar vegum verður fundinn farvegur. Í skýrslunni eru lagðar til nokkrar leiðir um fyrirkomulag forvarna sem grundvallist á þekkingu sem fengist hefur með rannsóknum, samráði fagaðila, upplýsingaveitu og fræðslu.

 Skýrslan er einnig aðgengileg vef Vitundarvakningar  www.vel.is/vitundarvakning

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum