Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsókn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti skólann á dögunum og opnaði stafræna smiðju til nýsköpunar á sviði rafiðngreina

FB heimsókn 1

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Fjölbrautaskólann í Breiðholti (FB) og kynnti sér sérstaklega list- og verknámsbrautirnar. Einnig opnaði hann formlega E-Lab skólans en það er stafræn smiðja til hönnunar rafrása og opnar nýjar víddir í rafiðnakennslu. Með því hefur skólinn fengið sérhæfða aðstöðu til nýsköpunar á sviði rafiðngreina, með hátæknibúnaði og þrívíddarprentara. Smiðjan veitir tækifæri til að dýpka kennslu á sviði rafeindatækni og hún var sett á fót með stuðningi ráðherra og í samstarfi við Þorstein Inga Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.


FB er einn stærsti verkmenntaskóli landsins og útskrifar árlega mikinn fjölda húsasmiða, rafvirkja, sjúkraliða og snyrtifræðinga. Mikilvægi verkmenntunar er oft á dagskrá og með heimsókninni gafst ráðherra tækifæri til að sjá og upplifa alla þá grósku og líf sem fylgir skólastarfi í verkmenntaskóla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum