Hoppa yfir valmynd
9. mars 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa 2014

Námsmatsstofnun hefur gefið út skýrslu um niðurstöður samræmdra könnunarprófa 2014

Börn í Laugarnesskóla

Í skýrslunni er fjallað um niðurstöður samræmdra könnunarprófa. Fyrst er fjallað um tölulegar niðurstöður tengdar framkvæmd prófanna og frammistöðu nemenda. Niðurstöður tengdar framkvæmd sýna fjölda og hlutfall nemenda sem gangast undir próf, þá sem eru fjarverandi, veikir, undanþegnir prófi og fjölda þeirra nemenda sem þurfa aðstoð í prófunum.

Niðurstöður tengdar frammistöðu sýna normaldreifðar einkunnir, meðaltöl samræmdra einkunna og námsþáttaeinkunna í hverju fagi eftir árgöngum, og hlutfall nemenda sem fá háar, miðlungs eða lágar einkunnir. Niðurstöður tengdar frammistöðu eru ýmist skoðaðar eftir árgöngum, landshlutum, sveitarfélögum, kyni eða stærð skóla.

Sjá nánar í skýrslunni

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum