Hoppa yfir valmynd
11. mars 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Framhaldsskólinn á Laugum

Birt hefur verið skýrsla um niðurstöður úttektar á starfsemi Framhaldsskólans á Laugum

laugatorg

Skýrsla um niðurstöður úttektar á starfsemi Framhaldsskólans á Laugum , sem gerð var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur nú verið birt. Í skýrslunni eru niðurstöður úttektar á starfsemi skólans í samræmi við fyrirmæli gildandi laga og erindisbréf. Við úttektina er jafnframt litið til Aðalnámskrár framhaldsskóla, 2004 og 2011, og reglugerða eftir því sem við á. Námsmatsstofnun fól Gát sf. að annast úttektina. Sérfræðingar sem að úttektinni komu og skýrsluskrifum voru Bragi Guðmundson prófessor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og Trausti Þorsteinsson dósent við sama svið og skóla. Gunnar Gíslason fyrrverandi fræðslustjóri annaðist úrvinnslu viðtala.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum