Hoppa yfir valmynd
18. mars 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Niðurstöður úttekta á Waldorfskólanum í Lækjarbotnum og tveimur leikskólum

Birtar hafa verið skýrslur með niðurstöðum úttekta á starfsemi leikskólanna Óskalands í Hveragerði og Andabæjar í Borgarbyggð, og Waldorfskólanum í Lækjarbotnum í Kópavogi.

Skýrslur með niðurstöðum úttekta á starfsemi leikskólanna Óskalands í Hveragerði og Andabæjar í Borgarbyggð hafa verið birtar. Metnir voru átta þættir í skólastarfinu: leikskólinn og umhverfi hans, skólanámskrá, stjórnun og rekstur, uppeldi, menntun og umönnun, skólabragur og samskipti, innra mat, foreldrasamstarf og ytri tengsl og sérfræðiþjónusta sveitarfélaga. Með ytra mati er lögð sérstök áhersla á að efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla, styðja við skólastjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi, hvetja kennara til að vinna saman að því að bæta eigin starfshætti og vera skólum hvati til frekari skólaþróunar. Grundvöllur ytra mats eru leiðbeiningar mennta- og menningarmálaráðuneytis um ytra mat leikskóla. Viðmiðin eru byggð á lögum og reglugerðum um leikskólastarf og aðalnámskrá leikskóla. Áherslur og straumar í skólastefnum sveitarfélaga voru einnig höfð til hliðsjónar.

Skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi leikskólans Óskalands í Hveragerði

Skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi leikskólans Andabæjar í Borgarbyggð

Birt hefur verið skýrsla með niðurstöðum úttektar á Waldorfskólanum í Lækjarbotnum í Kópavogi. Matið er hluti af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis en framkvæmdin er á vegum Námsmatsstofnunar. Matið er byggt á þeim skyldum ríkis og sveitarfélaga sem koma fram í 37. og 38. grein gr.  laga um grunnskóla frá nr. 91/2008. Með ytra mati er lögð sérstök áhersla á að efla og styðja innra mat skóla, styðja skóla, stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi, hvetja kennara til að vinna saman að því að bæta eigin starfshætti og vera skólum hvati til frekari skólaþróunar.

Skýrsla með niðurstöðum úttektar á Waldorfskólanum í Lækjarbotnum í Kópavogi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum