Hoppa yfir valmynd
26. mars 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Almenn viðmið um skólareglur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa í samráði við aðila skólasamfélagsins útbúið almenn viðmið um skólareglur. 

Göngum í skólann Laugarnesskóli

Samkvæmt reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum skal setja skólareglur í hverjum grunnskóla með skýrum viðbrögðum og viðurlögum við brotum á þeim. Í 9. grein hennar segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga skulu í samráði við aðila skólasamfélagsins útbúa almenn viðmið um skólareglur. 

Starfshópur sem skipaður var fulltrúum skólastjóra, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga vann að gerð viðmiðanna sem eru aðgengileg á upplýsingavef sambandsins.

Vakin er athygli á því að aftast í skjalinu er að finna virka tengla með vísanir í lög, reglugerðir, alþjóðasáttmála, leiðbeiningar, verklagsreglur og önnur gögn sem lýsandi eru fyrir réttindi og skyldur nemenda í grunnskólum og nýtast við málsmeðferð.
Við vinnu viðmiðanna fór fram umræða um mikilvægi tiltekins verklags vegna tímabundinnar brottvísunar úr skóla. Ákveðið var að skrá það niður og er það jafnframt aðgengilegt á sömu vefslóð. Þá má geta þess að nýútkomin meistaraprófsrannsókn Önnu Grétu Ólafsdóttur skólastjóra um andmælarétt og velferð nemenda við brottvísun úr grunnskóla kom sér vel í vinnu samráðshópsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum