Hoppa yfir valmynd
15. maí 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Húsnæði íslensku sýningarinnar í Feneyjum

Árið 1973 lýsti patríarkinn af Feneyjum því yfir að kirkjunni, sem sýningin er í, skyldi lokað sem vettvangi fyrir helgihald á vegum kirkjunnar og að eftir þann tíma nætti nota húsnæði hennar í öðrum, „veraldlegum“ tilgangi.

Feneyjar-2015

Vegna fregna í fjölmiðlum um framlag Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins í myndlist, sem nú stendur yfir, vilja mennta- og menningarmálaráðuneyti  og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri um verkefnið „Moskan, fyrsta moskan í Feneyjum“:

 Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar leigði húsnæði undir verkefnið, Santa Maria della Misericordia kirkjuna, af núverandi eiganda kirkjunnar. Það var grundvallaratriði þess leigusamnings sem gerður var að kirkjan hafi verið afhelguð og því hæf til annarra nota. Kynningarmiðstöðin hefur undir höndum skjal þar sem saga kirkjunnar Santa Maria della Misericordia er rakin í smáatriðum frá upphafi til dagsins í dag. Þar kemur m.a. fram að árið 1973 lýsti patríarkinn af Feneyjum, Albino Luciani (sem síðar varð páfi og tók sér nafnið Jóhannes Páll I), því yfir að kirkjunni skyldi lokað sem vettvangi fyrir helgihald á vegum kirkjunnar og að eftir þann tíma nætti nota húsnæði hennar í öðrum, veraldlegum tilgangi.

Í umræddu skjali (sem er á ítölsku) segir svo um þetta atriði á bls. 31:

1973 28 marzo chiusura della Chiesa della Misericordia

La Provincia Lombardo -Veneta dei Servi di Maria, non potendo conservare al culto in Venezia la chiesa di Santa Maria della Misericordia, decise di alienarla a mezzo del suo Padre Provinciale, dichiarando che il ricavato sarebbe servito “a far fronte ai debiti che gravano l'amministrazione provinciale”. Il Patriarca di Venezia Albino Lucani, decretò che la chiesa sarebbe stata chiusa al culto per essere destinata ad usi profani.

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur einnig undir höndum afrit af frumskjali þar sem ákvörðunin sem að ofan greinir var tilkynnt, en hún var dagsett 28. mars 1973. Kynningarmiðstöðin mun kynna borgaryfirvöldum í Feneyjum þetta skjal fyrir 20. maí nk. til að svara beiðni borgaryfirvalda um sönnun þess að kirkjan hafi fyrir löngu verið afhelguð og að veitt hafi verið viðeigandi opinber leyfi til að nota húsnæði hennar í veraldlegum tilgangi.

Kynningarmiðstöðin telur einnig viðeigandi og mikilvægt að vísa til ákvæða opinbers deiliskipulags (Zoning Codes) sem gilda fyrir Santa Maria della Misericordia kirkjuna, sem er staðsett í Cannaregio-hverfi borgarinnar, en þar segir:

 PREOTTOCENTESCHE A STRUTTURA UNITARIA (SU), með viðbót, nr. 20

 Parte III - Destinazioni d'uso compatibili

Musei; sedi espositive; biblioteche; archivi; attrezzature associative; teatri; sale di ritrovo;

attrezzature religiose, purché l'intera unità edilizia sia adibita ad una delle predette

utilizzazioni in via esclusiva od assolutamente prevalente, potendo una o più delle altre essere

effettuate quali utilizzazioni ausiliarie e/o complementari.

 Með vísan til ofangreindra atriða vill Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar ítreka að framlag Íslands til 56. Feneyjatvíæringsins í myndlist er almenn, opinber listsýning, sem fram fer undir merkjum Tvíæringsins í Santa Maria della Misericordia kirkjunni,  sem hefur verið afhelguð og var leigð í þeim tilgangi að hýsa þetta verkefni yfir sýningartímann.

Að lokum er rétt að benda á, eins og fram kom í fréttatilkynningu þegar  sýningarverkefnið „Moskan, fyrsta moskan í Feneyjum“ var fyrst kynnt 30. apríl sl., að tilgangur þess er að draga athygli að stofnanavæddum aðskilnaði og fordómum í samfélaginu ásamt þeim deilum sem spretta af stefnumörkun stjórnvalda um fólksflutninga sem eru þungamiðjan í þjóð- og trúarlegum ágreiningi víða um heim. Var þess vænst að þetta verkefni gæti mætt kalli nútímans um samtal og samskipti á milli menningarheima sem mikil þörf er á um þessi mál og orðið jákvætt innlegg í umræðu um slík mál á heimsvísu.

Við opnun sýningarinnar 8. apríl sl. töluðu fulltrúar þriggja trúarbragða, þ.e. imam múslima í Feneyjum, rabbíni gyðinga í borginni og kaþólskur prestur um mikilvægi slíkrar umræðu og það tækifæri sem væri fælist í verkefninu til að efla samræðu fólks af ólíkum bakgrunni um sambúð ólíkra trúarbragða í framtíðinni.

Það er enn von aðstandenda þessa verkefnis að það megi verða vettvangur slíkrar umræðu.

-----------------------------------------------

Um Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar:

Kynningarmiðstöðin er tengiliður íslensks myndlistarsamfélags við alþjóðlegan myndlistarvettvang. Kynningarmiðstöðin rennir stoðum undir samstarf innlendra og erlendra listamanna með það að leiðarljósi að auka hróður íslenskrar myndlistar erlendis.

FREKARI UPPLÝSINGAR:

Björg Stefánsdóttir

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar

 [email protected]

+354 864 6822

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum