Hoppa yfir valmynd
18. maí 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Störf fyrir unga sérfræðinga hjá Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna

Íslenska UNESCO nefndin auglýsir eftir umsóknum um störf hjá UNESCO í tengslum við UNESCO Young Professionals Programme 2015. 

Íslenska UNESCO nefndin auglýsir eftir umsóknum um störf hjá UNESCO í tengslum við UNESCO Young Professionals Programme 2015. Um er að ræða störf til eins árs, annaðhvort á höfuðstöðvum stofnunarinnar í París eða á einhverri af starfsstöðvum hennar víða um heim, með möguleika á fastráðningu að þeim tíma loknum.

Umsækjendur þurfa að vera 32 ára eða yngri (fæddir 1983 eða seinna) og hafa framhaldspróf á háskólastigi í grein sem viðkemur starfi stofnunarinnar (t.d. menntun,  menningu, vísindum, fjölmiðlun, lögfræði eða stjórnmálafræði). Mjög góð kunnátta í ensku eða frönsku er skilyrði og kunnátta í báðum tungumálum er kostur.  

Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá  til Áslaugar Dóru Eyjólfsdóttur ([email protected])  í mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir 15. júní nk. Íslenska UNESCO nefndin mun yfirfara umsóknirnar og senda nöfn að hámarki 15 umsækjanda áfram til UNESCO. Í kjölfarið munu þessir umsækjendur geta fyllt inn rafræna umsókn á vef stofnunarinnar sem svo metur hæfni þeirra og ræður í stöðurnar.  

Nánari upplýsingar um störfin má finna á heimasíðu UNESCO: https://en.unesco.org/careers/young-professional.  

Vinsamlegast hafið samband við Áslaugu Dóru (s. 545 9522) eða Mörtu Jónsdóttur í utanríkisráðuneytinu (545 9962) ef spurningar vakna. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum