Hoppa yfir valmynd
4. júní 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kannanir um innleiðingu laga frá árinu 2008 um leik-, grunn- og framhaldsskóla

Eitt markmiða er að fylgjast með því hvernig sveitarfélög og skólar sinna þeim verkefnum sem þeim eru ætluð samkvæmt lögum

Í áætlun ráðuneytis um úttektir og kannanir á starfsemi leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir tímabilið 2013-2015 var gert ráð fyrir eftirfylgni við fyrri kannanir frá 2009 um innleiðingu laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að leggja mat á stöðu framkvæmdar laga um leikskóla nr. 90/2008 , laga um grunnskóla nr. 91/2008 og laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 fimm og hálfu ári eftir gildistöku  laganna. Markmiðið var einnig að fylgjast með því hvernig sveitarfélög og skólar sinna þeim verkefnum sem þeim eru ætluð samkvæmt lögum og safna upplýsingum um skólastarf m.a. vegna eftirlitsskyldu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Við gerð fyrirliggjandi kannana var tekið mið af niðurstöðum kannana frá 2009, sérstaklega hvað varðar þau sveitarfélög og skóla sem ekki þóttu uppfylla einstök lagaákvæði. Þá var bætt við spurningum sem m.a. tengjast reglugerðum sem gerðar hafa verið við lögin og um innleiðingu aðalnámskráa frá 2011.

Mat á framkvæmd laga : Skólastjórar grunnskóla

Mat á framkvæmd laga : Skólastjórar leikskóla

Mat á framkvæmd laga : Sveitarfélög

Mat á framkvæmd laga : Skólameistarar, skólastjórar og rektorar framhaldsskóla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum