Hoppa yfir valmynd
18. júní 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fyrsta úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja úthlutaði í fyrsta sinn í gær styrkjum til 35 verkefna á Suðurnesjum fyrir samtals 45 milljónir króna.

Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn hefur það markmið að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum, með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins. Sjóðurinn styrkir menningar- atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sóknaráætlun Suðurnesja á að tryggja einfaldari samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutn og umsýslu opinberra fjármuna.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í úthltunarreglum sjóðsins.

Alls var sótt um fyrir 99 verkefni til sjóðsins að þessu sinni og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 220 milljónir. Úthlutunarnefnd samþykkti að úthluta kr. 45.150.000 til 35 verkefna. Verkefnin skiptast í þrjá flokka. Í flokknum menning og listir hlutu 16 verkefni styrk, 11 verkefni í flokknum nýsköpun og þrónarverkefni og í flokknum stofnstyrkir hlutu 8 verkefni styrk.

Hæsta styrkinn, 3 millj.kr., hlaut verkefnið "Ferskir Vindar" og nokkur verkefni fengu 2ja millj.kr. styrki. "Ferskri vindar" er í umsögn talið vera "einstakur viðburður sinnar tegundar á Íslandi, mun þar að auki vera í hópi stærstu listahátíða á landinu í dag. Markmiðið með listahátíðinni er að vekja athygli á Suðurnesjum, efla menningu og listir og laða að ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda".

Sjá nánar á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum