Hoppa yfir valmynd
18. júní 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Staða framkvæmdastjóra Norrænu menningargáttarinnar er laus 

Norræna menningargáttin er umsvifamikil menningarstofnun með aðsetur í Finnlandi

Starfsemi stofnunarinnar fer fram á þremur sviðum. Hún hefur umsýslu með fjórum norrænum styrkjaáætlunum: Menningar- og listaáætlun, Ferða- og dvalarstyrkjaáætlun fyrir menningarstarfsemi á Norður- og Eystrasaltslöndum, KreaNord-áætlun fyrir menningarstarfsemi og skapandi greinar 2013–2015 og Barna- og ungmennaáætlunina NORDBUK. Stofnunin rekur menningarmiðstöð og bókasafn í miðborg Helsinki og þar er boðin fræðsl um Norðurlöndin og norræna menningu. Unnið er að eflingu norrænnar samvinnu í menningarmálum, innan Norðurlanda sem og á alþjóðavettvangi.

Norræna menningargáttin er undirstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Norræna ráðherranefndin hefur nú auglýst lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum