Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Gagnlegar umræður um hlut kvenna í kvikmyndagerð

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra vill hefja athugun á möguleikum á að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð

Kynjakvoti-Rh

RIFF- Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stóð fyrir málfundi um stöðu kvenna í kvikmyndagerð hér á landi í kjölfar umræðna um hvort setja eigi kynjakvóta á úthlutanir úr opinberum sjóðum til greinarinnar. Frummælendur og þátttakendur í pallborði voru Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, Dögg Mósesdóttir kvikmyndaleikstjóri og formaður félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir fulltrúi hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá SI og fulltrúi SÍK, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Þór Tjörvi Þórsson framleiðslustjóri Kvikmyndamiðstöðvar.

Í máli ráðherra kom m.a. fram að mismunandi leiðir væru færar til að jafna hlut kynjanna í þessu efni sem öðrum og nefndi kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og aukinn hlut kvennafótbolta í fjölmiðlum og í starfi íþróttafélaga sem tvö dæmi um mismunandi aðferðir til að ná sambærilegum markmiðum. Ráðherra sagðist ætla að bregðast við þeirri stöðu að of fáar konur séu í kvikmyndagerð: „Ég sé það fyrir mér að strax á þessu ári munum við reyna að setja fram hugmyndir um hvað hægt er að gera til að snúa þessari þróun við". 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum