Hoppa yfir valmynd
7. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Eurydice birtir upplýsingar um skóladagatöl 2015 – 2016

Árlega birtir Eurydice upplýsingar um skóladagatöl í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum sem sýna hvernig skólastarf er skipulagt í evrópskum skólum.

Skóladagatöl eru misjöfn eftir ríkjum en ástæður þess eru munur á menningu, hefðum og veðurfari.  Á meðan flestir grunnskólar í Evrópu eru að komast af stað eftir sumarfrí hefur skólahald í 10 ríkjum staðið yfir í fleiri vikur. Árlega birtir Eurydice upplýsingar um skóladagatöl í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum sem sýna hvernig skólastarf er skipulagt í evrópskum skólum. Upplýsingarnar ná til 37 landa.

Skipulag skólatíma í evrópskum grunn- og framhaldsskólum - 2015-2016

Hér eru upplýsingar um lengd skólaárs, upphaf og lok þess auk upplýsinga um frídaga og fjölda þeirra. Skýrslan nær til grunn- og framhaldsskóla. 




Skipulag skólaársins í evrópskum háskólum - 2015-2016

Hér eru upplýsingar um hvernig skólaárið er byggt upp á háskólastigi, til dæmis hvenær skólinn hefst, lengd missera og upplýsingar um frídaga og próftímabil.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum