Hoppa yfir valmynd
9. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Göngum í skólann!

Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla

Gongum-i-skolann

„Göngum í skólann“ var sett í 9. skipti í gær í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.  Hún hófst með því að Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla bauð nemendur og gesti velkomna. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri fluttu stutt ávörp. Opnaður var  nýuppfærður vefur Samgöngustofu, umferd.is, sem er fræðsluvefur um umferðamál fyrir nemendur, kennara og foreldra og þar er fjölbreytt efni við allra hæfi.

Verkefnið var svo sett með viðeigandi hætti þegar nemendur, starfsfólk, aðstandendur verkefnisins, og gestir gengu stuttan hring. 


Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfi þeirra til verkefna sem munu tengjast European Week of Sport eða Íþróttaviku Evrópu sem haldin verður 7. – 13. september nk.  í meira en 30 Evrópuríkjum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Sjá nánar á http://ec.europa.eu/sport/week/

Á vef verkefnisins http://www.gongumiskolann.is/ geta skólar skráð sig til leiks. Þar eru einnig hugmyndir að framkvæmd og skipulagi Göngum í skólann fyrir skólana.





Á alþjóðavísu er Göngum í skólann í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 7. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 8. október n.k.

Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla.

Að verkefninu standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Landssamtökin Heimili og skóli.

Nánari upplýsingar gefur Hrönn Guðmundsdóttir verkefnastjóri Almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands .

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum