Hoppa yfir valmynd
16. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Námsmat – ný upplýsingasíða

Á síðunni eru upplýsingar um hvernig á að vinna með nokkra lykilþætti námskrár eins og hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunn og lykilhæfni.

adalnamskra-grunnskola

Aðalnámskrá grunnskóla kom út 2011 og með greinasviðum 2013. Í aðalnámskrá eru skilgreindir hæfniþættir á hverju námssviði og innan hverrar námsgreinar. Samkvæmt aðalnámskrá eiga nemendur að fá tækifæri til að uppfylla hæfniviðmið einstakra námsgreina og námssviða með mismunandi hætti. Á vefnum NÁMSMAT eru upplýsingar sem eiga að vera stuðningur fyrir kennara og skólastjórnendur við það hvernig á að vinna með nokkra lykilþætti námskrár eins og hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunn og lykilhæfni.

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á mat á hæfni og framförum nemenda að vera reglubundinn þáttur í skólastarfi. Megintilgangur námsmats er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess.

Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum tekst að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur örvaðir til framfara og metið hvaða aðstoð þeir þurfa. Námsmat miðar að því að afla vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstaklingum og hópum gengur að ná settum markmiðum. Námsmat á að veita foreldrum og nemendum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi sem má hafa að leiðarljósi við skipulagningu náms.

Athugasemdir í sambandi við það sem betur má fara á vefnum eru vel þegnar og sendast á netfangið [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum