Hoppa yfir valmynd
21. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í Vestmannaeyjum

Lúðrasveit og fjöldi barna spiluðu og sungu á líflegri athöfn í Eldheimum í morgun

Vestmannaeyjar

Í morgun var haldin athöfn í Eldheimum þar sem skrifað var undir Þjóðarsáttmála um læsi. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Elliði Vignisson bæjarstjóri og Sigrún Alda Ómarsdóttir fyrir hönd Heimilis og skóla skrifuðu undir.

Samkvæmt frásögn Eyjafrétta voru meira en 100 börn úr Víkinni og börn úr 1. bekk sem sungu og skemmtu gestum undir leiðsögn Jarls Sigurgeirssonar og lúðrasveitin Litla lú opnaði viðburðinn. Ingó Veðurguð lauk dagskránni með laginu Það er gott að lesa eftir Bubba Morthens með kraftmiklum undirtektum frá nemendum og fullorðnum.

Myndir er tekin af vef Eyjafrétta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum