Hoppa yfir valmynd
25. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttekt gæðaráðs íslenskra háskóla á Háskólanum á Bifröst

Gæðaráð íslenskra háskóla, sem skipað er fimm erlendum sérfræðingum, hefur lokið úttekt á gæðum náms við Háskólann á Bifröst.

Gæðaráð íslenskra háskóla, sem skipað er fimm erlendum sérfræðingum, hefur lokið úttekt á gæðum náms við Háskólann á Bifröst.  Gæðaráðið starfar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins á grundvelli laga um háskóla nr. 63/2006, og hefur nú gert úttektir á öllum háskólum á Íslandi. 


Niðurstaða úttektarinnar er að Gæðaráðið  ber traust (e: confidence) til Háskólans á Bifröst varðandi námsumhverfi nemenda (e:  student experience), en takmarkað traust (e: limited confidence) varðandi prófgráður sem skólinn veitir (e: academic standard of awards).

Skýrslu úttektarnefndarinnar ásamt frekari upplýsingum um úttektina má nálgast á vef Rannís


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum