Hoppa yfir valmynd
29. september 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tungumál – Yfirlit yfir samræmd próf í Evrópu 2014/15

Eiga samræmd próf í erlendum tungumálum sér langa sögu? Hver er tilgangur þeirra? Hve mörg tungumál eru prófuð? Hvaða tungumál og færni eru oftast prófuð?
Cover_Languages_Web

Í nýrri skýrslu Eurydice er leitast við að svara þessum spurningum og fleirum með því að birta samanburðaryfirlit yfir samræmd próf í Evrópu sem meta tungumálakunnáttu nemenda.
Samanburðurinn nær til atriða eins og mikilvægi samræmdra tungumálaprófa, markmið þeirra, færni sem prófuð er og aðferðir sem löndin hafa þróað til að tryggja stöðuga og áreiðanlega einkunnagjöf. Auk þess eru skoðuð áhrif af notkun CEFR sem er samræmdur staðall í tungumálanámi.
Í skýrslunni má finna upplýsingar um 28 aðildarríki Evrópusambandsins auk Íslands, Liechtenstein, Noregs, Tyrklands, Svartfjallalands og Serbíu. Upplýsingarnar miða við skólaárið 2014-2015.
Skýrsla Eurydice: Languages in Secondary Education: An Overview of National Tests in Europe – 2014/15
Á sömu síðu má lesa stutta samantekt um helstu niðurstöður skýrslunnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum