Hoppa yfir valmynd
15. október 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nesti og nýir skór, úrvalsbók íslenskra barnabókmennta

IBBY á Íslandi afhenti Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra nýja bók sem félagið gefur nemendum fyrsta bekkjar

IBBY eru alþjóðasamtök sem hafa það markmið að gefa börnum færi á að njóta bókmennta. Íslandsdeild IBBY stendur fyrir margvíslegum aðgerðum sem stefna að sama markmið og í haust gaf hún út bókina Nesti og nýir skór, sem er úrvalsbók íslenskra barnabókmennta. Fulltrúar félagsins og einn af ritstjórum bókarinnar afhentu Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra eintak af bókinni. Á vef IBBY á Íslandi eru nánari upplýsingar um verkefnið, þar á meðal að félaginu tókst að safna styrkjum til að prenta 10.000 eintök af bókinni, sem gefin verða nemendum í fyrsta bekk nú í haust og næsta haust.

Á myndinni að ofan eru Arndís Þórarinsdóttir formaður IBBY á Íslandi, Kristjana Friðbjörnsdóttir varaformaður IBBY á Íslandi og Þorbjörg Karlsdóttir, sem er ein af ritstjórum bókarinnar ásamt Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra

Nesti og nýir skór, úrvalsbók íslenskra barnabókmennta


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum