Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntamálastofnun annast viðurkenningu fræðsluaðila í framhaldsfræðslu

Frá og með ársbyrjun 2016 mun Menntamálastofnun hafa með höndum viðurkenningu fræðsluaðila í framhaldsfræðslu. Verkefnið var áður hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu skal mennta- og menningarmálaráðherra, eða aðili sem hann felur það verkefni, veita fræðsluaðilum viðurkenningu til þess að annast framhaldsfræðslu. Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á því að starfsemi fræðsluaðila uppfylli almenn skilyrði laganna og reglna sem settar eru með stoð í þeim. Hingað til hefur ráðuneytið séð um framkvæmd þessa máls en frá og með ársbyrjun 2016 mun Menntamálastofnun hafa með höndum viðurkenningu fræðsluaðila í framhaldsfræðslu á grundvelli 7. gr. laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og I. kafla reglugerðar um framhaldsfræðslu nr. 1163/2011.

Menntamálastofnun

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum