Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stefnuskrá Íslenskrar málnefndar 2015–2019

Eitt af mikilvægustu verkefnum Íslenskrar málnefndar er að vinna markvisst að því að íslenska haldi gildi sínu og verði áfram not­hæf og notuð á öllum sviðum íslensks þjóðlífs.

Íslensk málnefnd hefur nú birt stefnuskrá sína fyrir árin 2015–2019. Nefndin hyggst einkum beita sér fyrir fjórum verkefnum á tímabilinu:

– Íslenska í stafrænum heimi.
– Ritun, ritþjálfun og bókmenntamálið.
– Áhrif fjölmenningarsamfélagins á málið og viðbrögð við auknum ferðamannastraumi.
– Söfnun upplýsinga um íslensku og málfar á einn stað.

Íslensk málnefnd er sammála um að leggja höfuðáherslu á þessi fjögur atriði næstu fjögur árin. Verður m.a. efnt til málþinga um hvert og eitt og reynt að vekja athygli á mikilvægi þess að efla stöðu íslenskrar tungu.

Íslensk málnefnd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum