Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla nefndar um endurskoðun löggjafar um sjálfstætt starfandi grunnskóla

Komin er út skýrsla nefndar um endurskoðun löggjafar um sjálfstætt starfandi grunnskóla, sem mennta- og mennningarmálaráðherra skipaði.

Komin er út skýrsla nefndar um endurskoðun löggjafar um sjálfstætt starfandi grunnskóla, sem mennta- og mennningarmálaráðherra skipaði. Hlutverk nefndarinnar var að greina löggjöf um sjálfstætt starfandi grunnskóla hér á landi, leggja mat á þörf fyrir breytingar og gera viðeigandi tillögur þar að lútandi. Nefndinni var jafnframt ætlað að afla sér vitneskju um lagaumhverfi fyrir sambærilega skóla í nágrannalöndunum.

Í nefndinni áttu sæti: Trausti Fannar Valsson, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Ólafur Loftsson, Hreiðar Sigtryggsson, Tryggvi Þórhallson, Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, Lárus M. K. Ólafsson, Eiríkur Ingvar Ingvarsson og Hrefna Sigurjónsdóttir. Guðni Olgeirsson og Elísabet Pétursdóttir, starfsmenn ráðuneytisins, störfuðu með nefndinni.

Skýrsla nefndarinnar var afhent Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra 16. febrúar sl. og er nú birt í heild sinni til kynningar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum