Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi

Óskað er umsagna um frumvarpið og drög að reglugerð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið birtir drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi. Einnig fylgja drög að reglugerð sem sett verður með stoð í endurskoðuðum lögum. Frumvarpi og reglugerð er ætlað að leiða í lög ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins nr. 2013/55/EB um breytingu á tilskipun 2005/36/EB um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi. Umfjöllun um helstu nýmæli í tilskipuninni er í athugasemdum við frumvarpið.

Frumvarpsdrögin eru birt á vef ráðuneytisins til umsagnar. Frestur til að veita umsögn er til 1. apríl nk. Umsagnir skal senda á [email protected], og merkt í efnislínu: Breytingar á lögum nr. 26/2010.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum