Hoppa yfir valmynd
1. mars 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutunstyrkja til norsks-íslensks menningarsamstarfs

Um 22,5 millj. kr. hefur verið úthlutað til samstarfsverkefna íslenskra og norskra aðila á sviði lista og menningar.

Að þessu sinni hlaut 21 verkefni styrk af þeim 65 verkefnum, sem sótt var um. Úthlutað var 1,5 milljón norskra króna sem eru um 22,5 milljónir ísl. kr. Norska menningarráðið (Norsk kulturråd) úthlutar styrkjunum að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið hér á landi. Styrkirnir deilast á mörg svið lista og menningar en að flestar umsóknirnar voru um tónlistar- og sviðslistaverkefni. Nánari upplýsingar og listar yfir styrkþega eru á vef Norsk kulturråd og mennta- og menningarmálaráðuneytis / Framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs .

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum