Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Reglur um hljóðritasjóð

 

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett reglur um hljóðritasjóð

 Hlutverk hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Íslensk hljóðrit eru hljóðrit sem unnin eru og kostuð af íslenskum aðilum eða er samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.

Hljóðritasjóður mun veita styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun. Veittir verða styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni. Styrkir úr hljóðritasjóði verða veittir til ákveðinna verkefna og ekki lengur en til eins árs í senn.

Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstunni skipa í stjórn sjóðsins, sem í kjölfarið mun auglýsa eftir umsóknum um styrki.

Á fjárlögum 2016 er 35 milljónum kr. veitt til Hljóðritunarsjóðs tónlistar.

Reglur um hljóðritasjóð

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum