Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norræna Biophiliu menntaverkefnið valið á heiðurslista hinna virtu Webby verðlauna.

Biophilia menntaverkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Norrænu ráðuherranefndarinnar, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur.

 Heimasíðan www.biophiliaeducational.org var valin sem Official Honoree í flokknum „Menntun“ (Education) hjá Webby. Hún er hönnuð af Baddydesign og forrituð af Brisa. Á síðunni eru leiðbeiningar og fræðsluefni sem ýtir undir að nemendur læri með virkri þátttöku, tilraunum, leik og sköpun.

 Webby verðlaunin eru ein stærstu og virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði margmiðlunar í heiminum og eru oft kölluð Óskarsverðlaun internetsins. Þau hafa verið veitt síðan 1996 við hátíðlega athöfn ár hvert í New York. Verðlaunin eru veitt í mörgum flokkum, allt frá vefsíðuhönnun til tónlistarmyndbanda.

 Björk Guðmundsdóttir var heiðruð af Webby verðlaununum sem listamaður ársins 2011 og sameiginleg auglýsingaherferð QuizUp og Google vann til Webby verðlauna 2015 í flokknum auglýsingar og miðlun.

Biophilia menntaverkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Norrænu ráðuherranefndarinnar, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur. Síðustu tvö ár hefur Biophilia menntaverkefnið verið kennt á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum