Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ársrit mennta- og menningarmálaráðuneytis 2015 er komið út

Í ársritinu er greint frá margvíslegum verkefnum sem ýmist var lokið á síðasta ári eða áföngum náð

Í ársritinu er sem fyrr einkum greint frá verkefnum sem falla utan reglubundinna verkefna ráðuneytisins, sem eru afar mörg eins og nánar er greint frá í ritinu, og ætlunin er að það gefi nokkra mynd af því sem ráðuneytiið vann að á árinu.

Í inngangi Ástu Magnúsdóttur ráðuneytisstjóra segir m.a. „ Ýmis verkefni í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun voru fyrirferðarmikil á árinu 2015. Hæst ber þjóðarsáttmála um læsi, sem er í senn yfirlýsing og samningur við hvert sveitarfélag í landinu um sameiginlegan skilning á mikilvægi læsis og að unnið verði eftir fremsta megni að því markmiði að a.m.k. 90% nemenda í hverju sveitarfélagi geti lesið sér til gagns árið 2018…

Meðal þeirra breytinga sem ný lög um opinber fjármál fela í sér er stefnumörkun til fimm ára á þeim málaefnasviðum sem falla undir ríkið. Í ársritinu er greint ítarlega frá viðamikilli skýrslu um háskóla – og vísindakerfið hér á landi. Hún er afrakstur fyrsta áfanga í mótun heildstæðrar stefnu til fimm ára fyrir háskóla og vísindastarfsemi sem á að taka til æðri menntunar, rannsókna, nýsköpunar og helstu stoðaðila málaflokksins. Markmið stefnumótunarinnar er að auka skilvirkni, samþættingu, árangur og gæði í rannsóknum og kennslu á háskólastigi“.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum